Vel sóttur íbúafundur var haldinn á Stöðvarfirði miðvikudaginn 6. september sl. Þetta var í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn undir merkjum verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður en það er hluti verkefnisins Brothættra byggða sem Byggðastofnun heldur utan um.
Valborg Ösp Árnadóttir Warén verkefnisstjóri fór yfir hvað áunnist hefur í verkefninu á því eina og hálfa ári sem það hefur verið í gangi, en íbúaþing markaði upphaf þess í mars á síðasta ári. Þau mál sem brunnu helst á Stöðfirðingum á fundinum voru lélegt netsamband á staðnum og næstu skref í uppbyggingu iðnaðareldhúss í Sköpunarmiðstöðinni.
Greina mátti samtakamátt hjá Stöðfirðingum og eru þeir greinilega tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að efla byggðarlagið í hvers kyns framfaraverkefnum.
Sjá nánarFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn