Fyrirtækjakönnun landshlutanna er reglulega framkvæmd, í þetta sinn var hún lögð fyrir á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, 2022.  Síðast var könnunin framkvæmd 2019. Alls voru 1644 fyrirtæki sem tóku þátt. Könnunin var send öllum fyrirtækjum á landsbyggðinni eftir listum sem landshlutasamtökin haldautan um og til rúmlega 3.700 fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt fyrirtækjalista CreditInfo. Auk þess tóku Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Bændasamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnarog Landsamband smábátaeigendaað  þátt í að ná betur til fyrirtækja í viðkomandi greinum.

Fyrirtækjakönnunin var unnin af Vífli Karlssyni, hagfræðing fyrir Byggðastofnun og er hluti af Fyrirtækjakönnun landshlutanna: Gögn og aðferðir sem kemur út bráðlega.

Á Austurlandi sá Austurbrú um að senda út könnunina og miðla gegnum fyrirtækjalista og vef- og samfélagsmiðla stofnunarinnar.

Samantekt þessi er unnin með niðurstöður Austurlands í huga en í könnuninni tóku þátt 134 fyrirtæki á Austurlandi.  Meðalaldur þessara fyrirtækja eru 17 ár í rekstri og eiga þau flest einhverskonar fjöldskyldutengsl, þ.e.a.s innan 78% fyrirtækja á Austurlandi eru fjölskyldutengsl og um 92% þessara fyrirtækja hafa fjölskyldutengsl í eigendahóp sínum.

 

Umsjón fyrir hönd Austurbrúar


Gabríel Arnarsson

[email protected]