Stofnfundur

Stofnfundur Austurbrúar var haldinn 8. maí 2012 á Reyðarfirði. Ríkisstjórn Íslands kom til stofnfundarins og í ávarpi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, kom fram að mikið framfaraskref væri stigið í landshlutanum með sameiningu á þjónustu tengdri byggða- og atvinnuþróun, menntun, rannsóknum, menningu og málefnum ferðaþjónustunnar. Jóhanna taldi að stofnun Austurbrúar gæti orðið öðrum landshlutum fyrirmynd. Með slíkri stofnun væri kominn upp vettvangur fyrir sameiginlega stefnumótun og vettvangur fyrir bein samskipti og samstarf landshluta við ríkisvaldið – samstarf sem gæti gefið af sér tilflutning verkefna, aukið frumkvæði og sjálfræði.

Undirbúningur

Undirbúningur að sameiningunni átti sér stað í tveimur áföngum. Fyrri áfanga lauk með skýrslu vinnuhóps Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) Endurskoðun á stoðkerfi atvinnulífs, menntunar og menningar á Austurlandi en seinni áfanginn hófst haustið 2011 með skipan verkefnisstjórnar sem vann að sameiningunni. Stefanía G. Kristinsdóttir var ráðinn verkefnisstjóri.

Í verkefnisstjórn sátu:

 • Valdimar O. Hermannsson, formaður stjórnar SSA og verkefnisstjórnar
 • Stefán Bogi Sveinsson, varaformaður stjórnar SSA
 • Arnbjörg Sveinsdóttir, úr stjórn SSA
 • Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs-Starfsgreinafélags – tilnefndur af ÞNA
 • Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands – tilnefndur af ÞNA
 • Auður Anna Ingólfsdóttir, hótelstýra á Hótel Héraði – tilnefnd af ÞFA
 • Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar – tilnefndur af MA
 • Kristján Ingimarsson, tilnefndur af MRA

Stofnaðilar

Yfir 30 stofnaðilar eru að Austurbrú, þar á meðal eru öll sveitarfélögin á Austurlandi, allir háskólar landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög og hagsmunasamtök atvinnulífsins, framhaldsskólar og þekkingarsetur á Austurlandi.

Stofnaðilar geta orðið samtök hagsmunaðila og mennta-, rannsókna- og fagstofnanir sem tengjast starfssviðum stofnunarinnar. Ný aðild er háð samþykki 2/3 hluta þeirra stofnaðila sem eru fyrir á stofnaðilaskrá og skal nýr aðili greiða stofnframlag sbr. 4. gr. og hafa eftir það sama rétt og stofnaðilar.

 • Borgarfjarðarhreppur
 • Breiðdalshreppur
 • Djúpavogshreppur
 • Fjarðabyggð
 • Fljótsdalshérað
 • Fljótsdalshreppur
 • Seyðisfjarðarkaupstaður
 • Vopnafjarðarhreppur
 • Hallormsstaðaskóli
 • Háskóli Íslands
 • Háskólinn á Akureyri
 • Háskólinn á Bifröst
 • Háskólinn í Reykjavík
 • Héraðs- og Austurlandsskógar
 • Hólaskóli – Háskólinn á Hólum
 • Landbúnaðarháskóli Íslands
 • Listaháskóli Íslands
 • Menntaskólinn á Egilsstöðum
 • Náttúrustofa Austurlands
 • Skógrækt ríkisins
 • Verkmenntaskóli Austurlands
 • AFL- Starfsgreinafélag Austurlands
 • Bandalag íslenskra listamanna
 • Byggðastofnun
 • Ferðamálasamtök Austurlands
 • Ferðamálastofa
 • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
 • Heilbrigðisstofnun Austurlands
 • Íslandsstofa
 • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
 • Samtök atvinnulífsins
 • Útvegsmannafélag Austurlands