Vopnafjörður, landslag, náttúra, afþreying, ferðaþjónusta. Ljósmynd: Jessica Auer.

Vinnustofur vegna umsókna

Í október höldum við vinnustofur um allan fjórðung og aðstoðum við ykkur við gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Austurlands.
Frestur til sækja um er til 18. október.

Uppbyggingarsjóðs Austurlands styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Austurlandi í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans. Opnað verður fyrir umsóknir í sjóðinn þann 15. september nk.

Í október mun Austurbrú standa fyrir vinnustofum um allan fjórðung þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið. Vinnustofurnar hefjast á kynningu á Uppbyggingarsjóði, úthlutunarreglum og vinnulagi við umsóknir. Eftir það veitir ráðgjafi viðtöl vegna einstakra umsókna og verkefnahugmynda.

Vinnustofur

  • Djúpivogur, 7. október kl. 13:00-15:00 í Djúpinu (Sambúð).
  • Vopnafjörður, 11. október kl. 13:30-15:30 í Miklagarði.
  • Seyðisfjörður, 12. október kl. 13:00-15:00 (á ensku). Staðsetning auglýst síðar.
  • Fjarfundur, 14. október kl. 13:00-15:00.
  • Reyðarfjörður 14. október kl. 16:00-18:00 í Fróðleiksmolanum. 
  • Egilsstaðir, 15. október kl. 13:00-15:00 & 15:30-17:30 á Vonarlandi.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar!