Á dögunum útskrifuðust nemendur af grunnnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk sem haldið var á Djúpavogi fyrir starfsmenn Búlandstinds. Námið var byggt á vottaðri námsleið frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og annaðist Austurbrú framkvæmdina. Sautján þátttakendur luku náminu og fór kennslan fram á ensku. Komu þátttakendurnir frá Filippseyjum, Póllandi, Portúgal, Hondúras og Íslandi. Vegna heimsfaraldursins fór megnið af kennslunni fram í gegnum netið.

Nánari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]