Í lok apríl voru 19 nemendur útskrifaðir úr grunnnámi í stóriðju úr Stóriðjuskóla Austurbrúar og Alcoa. Í náminu fást nemendur m.a. við viðhaldsmál, fræðast um umhverfis-, öryggis- og heilsumál og öðlast dýpri þekkingu á starfsemi álversins.
Í lok námsins vinna nemendur að lokaverkefni. Það verkefni þarf að vera umbótaverkefni, þ.e.a.s. nemendur taka fyrir ákveðið atriði sem þeir vilja bæta á vinnustöðinni sinni eða vinnustaðnum og setja fram hugmyndir hvernig hægt er að gera það. Þetta getur t.d. verið breyting á ákveðnu ferli, skipulagi eða hönnun. Umbótaverkefni á vinnustað þurfa ekki að vera umfangsmikil verkefni. Þau verkefni sem unnin voru að þessu sinni:
Nemendur kynntu verkefnin sín fyrir stjórnendum og öðru starfsfólki Alcoa og var mikil ánægja með verkefnin. Mörg þeirra fara strax í vinnuferli innan Alcoa. Útskriftarathöfnin fór fram í mötuneyti fyrirtækisins, að loknum kynningum á lokaverkefnum nemenda.
Í útskriftinni sjálfri talaði María Ósk Kristmundsdóttir, þekkingarstjóri Alcoa á heimsvísu, fyrir hönd Alcoa, Þráinn Jónsson fyrir hönd útskriftarnemenda og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir verkefnastjóri fyrir hönd Austurbrúar.
Þetta er sjöunda útskriftin úr grunnnáminu en alls hafa 169 einstaklingar útskrifast úr því.
Að náminu standa Alcoa Fjarðaál, Austurbrú og Verkmenntaskóli Austurlands.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn