Stöðvarfjörður, höfn, smábátahöfn, smábátar, trillur, sjávarútvegur, fiskur, fiskvinnsla. Ljósmynd: Jessica Auer.

Byggðaáætlun er lýsing á stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfing við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætlun hefur að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Í byggðaáætlun er lögð sérstök áhersla á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

130 m.kr. til 10 verkefna

Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sem staðfesti tillögur valnefndar um úthlutun styrkja að fjárhæð 130 m.kr. til tíu verkefna á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga í svokölluðum C.1 potti byggðaáætlunar 2022-2036. Alls bárust átján umsóknir, heildarkostnaður verkefna var tæplega 500 m.kr. og sótt var um rúmar 370 m.kr. í styrki.

„Sjávarföll“

Verkefnið ber heitið „Sjávarföll“ og er ætlað að efla sjávarbyggðir á Austurlandi. Austurbrú mun stýra verkefninu en stofnunin sér um daglegan rekstur SSA samkvæmt þjónustusamningi. Verkefnið snýst um að vinna með vörur sem byggja á matarhefðum Íslendinga og horfa til nýrrar framleiðslu. Greina á fjölda framleiðenda á Austurlandi, eðli framleiðslunnar, magn o.fl. Þá á að stuðla að mögulegu samstarfi framleiðenda, þróun vöru, markaðssetningu og nýsköpun. Huga á að þekkingaryfirfærslu þar sem það á við. Unnið verður með stærri framleiðendum á Austurlandi sem veiða, tína eða framleiða vöru úr sjávarafurðum og skoða möguleika á annarri framleiðslu úr sjávarafurðum.

Sjá frétt á vef Byggðastofnunar

Nánari upplýsingar


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]


Signý Ormarsdóttir

470 3811 // [email protected]