Málþingið var vel sótt og áhugaverð og fjölbreytt erindi voru flutt. Eins og fram kom á þinginu er Austurland vaxandi áfangastaður ferðamanna. Sífellt fleiri sækja okkur heim og við höfum vakið athygli út fyrir landsteinana fyrir náttúrufegurð en ekki síður fyrir spennandi afþreyingu og matarmenningu. Ferðaþjónustan í landshlutanum þarf að vaxa enn frekar svo hún verði sá heilsársáfangastaður sem við viljum að hún verði og þá þarf nauðsynlega aukna fjárfestingu í atvinnugreinina.

Fyrirlesarar á málþinginu voru:
Jóna Árný Þórðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar og bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár.
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnarformaður Nordic Ignite.
Hildur Sveinbjörnsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi hjá Arctica Finance.
Renata Sigurbergsdóttir Blöndal, framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og þjónustu hjá Arctic Adventure.

Að framsögum loknum tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í þeim voru:

Arnar Guðmundsson, fagstjóri fjárfestinga hjá Íslandsstofu
Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar
Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Stjórnandi pallborðs: Inga Hlín Pálsdóttir, ráðgjafi

Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður stjórnar Austurbrúar og SSA, flutti lokaávarp.

Málþinginu var streymt á YouTube og mögulegt er að horfa á upptökuna þar.

Upptaka af málþingi