Katrín Reynisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri brothættra byggða hjá Austurbrú. Umsóknarfrestur rann út 31. janúar og var Katrín valin úr hópi margra góðra umsækjenda en alls sóttu sautján manns um starfið.
Katrín Reynisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri brothættra byggða hjá Austurbrú. Umsóknarfrestur rann út 31. janúar og var Katrín valin úr hópi margra góðra umsækjenda en alls sóttu sautján manns um starfið.
Katrín er fædd árið 1965 og uppalin á Akureyri. Hún bjó á Seyðisfirði um árabil en flutti suður árið 2010 til að sækja sér frekari menntun í opinberri stjórnsýslu. Hún er lærður leik- og grunnskólakennari og hún hefur lengst af starfað við fræðslumál.
Katrín þekkir aðstæður og þarfir lítilla sveitarfélaga vel en hún hefur talsverða reynslu af sveitarstjórnmálum á Austurlandi. Hún var bæjarfulltrúi á Seyðisfirði frá 2006 til 2010 og gegndi þar m.a. formennsku í bæjarráði. Hún hefur jafnframt starfað fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi og var um tíma formaður samgöngunefndar SSA auk þess sem hún gegndi formennsku í orku- og stóriðjunefnd.
Verkefnið Brothættar byggðir á Austurlandi er til þriggja ára og fjármagnað af Byggðastofnun. Megin tilgangur þess er að efla byggð og mannlíf í þeim byggðarkjörnum fjórðungsins sem eiga undir högg að sækja. Undanfarin tvö ár hefur Breiðdalsvík verið aðili að þessu verkefni en nýverið bárust Byggðastofnun umsóknir til þátttöku frá Djúpavogi og Stöðvarfirði sem bíða afgreiðslu.
Meðal aðkallandi verkefna sem bíða Katrínar er vinna við ný verkefni á Breiðdalsvík sem er líkt og áður sagði eina sveitarfélagið sem á aðild að verkefninu í dag.
Katrín hefur störf hjá Austurbrú í apríl.
Nánari upplýsingar veitir Jóna Árný Þórðardóttur í síma 470 3800/869 9373.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn