Laust starf hjá Austurbrú

Við auglýsum eftir sérfræðingi til að leiða verkefni brothættra byggða á Stöðvarfirði. Verkefnið er fjölbreytt og tengist byggðaþróun í víðum skilningi.

Verkefnið er hluti af verkefnum Brothættra byggða og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Austurbrúar og Fjarðabyggðar. Í starfinu felst m.a. stefnumótun, umsjón og framkvæmd verkefna, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samskipti við hagaðila. Um fullt starf er að ræða með starfsstöð á Stöðvarfirði og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. 

Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður og hvetjandi, lausnamiðaður, skipulagður og á auðvelt með að vinna með fólki, leiðbeina, draga saman upplýsingar og skapa yfirsýn. Ef þú vilt vinna á faglega krefjandi og skemmtilegum vinnustað, þar sem hvatinn er efling samfélagsins á Stöðvarfirði þá er þetta starfið fyrir þig!

Við hvetjum fólk af öllum kynjum og þjóðernum til að sækja um.

Umsóknir

Umsókn, kynningarbréf og ferilskrá sendist til Tinnu (sjá upplýsingar hér að neðan) fyrir 17. janúar.

Ábyrgðarsvið

  • Fylgja eftir ákvörðunum verkefnisstjórnar til eflingar byggðar og mannlífs á Stöðvarfirði.
  • Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum á svæðinu.
  • Miðlun upplýsinga og skýrslugerð til samstarfsaðila og íbúa.
  • Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í byggðalaginu.
  • Önnur verkefni í samstarfi við sveitarfélagið samkvæmt samkomulagi.

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun er kostur.
  • Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefna-stjórnun.
  • Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg.
  • Mjög góð tölvu- og tæknifærni.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og mjög góð færni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar og umsóknir


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]