Samþykkt um verklagsreglur fyrir starfsháttanefnd Austurbrúar ses.

Um skipan og hlutverk starfsháttanefndar

Starfsháttanefnd Austurbrúar ses. skal skipuð þremur fulltrúum sem kosnir eru á ársfundi. Hlutverk starfsháttanefndar er að vera umsagnaraðili um innri reglur Austurbrúar ses. og vinna tillögur til ársfundar um kjör í stjórn stofnunarinnar, starfsháttanefnd og siðanefnd, ásamt því að gera tillögu um þóknun stórnar.

Fulltrúar í starfsháttanefnd geta ekki jafnframt átt sæti í stjórn eða siðanefnd Austurbrúar ses.

Um verkefni starfsháttanefndar

Starfsháttanefnd leggur fyrir ársfund tillögu til stjórnarkjörs. Skal hún leita eftir tilnefningum til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi varðandi tilnefningu tveggja fulltrúa af vettvangi sveitarstjórnarmála og eins til vara, og til stofn- og hagsmunaaðila varðandi tilnefningu þriggja fulltrúa og eins til vara.

Starfsháttanefnd er heimilt að leita út fyrir hóp þeirra sem tilnefndir eru við uppstillingu til stjórnarkjörs. Nefndin skal kynna tillögu sína fyrir fulltrúaráði eigi síðar en hálfum mánuði fyrir ársfund samhliða fundarboðun.

Ársfundur getur falið starfsháttanefnd önnur verkefni auk þess sem stjórn getur leitað umsagnar nefndarinnar um þau mál sem hún kýs.

Um fundi starfsháttanefndar

Framkvæmdastjóri Austurbrúar boðar til fyrsta fundar starfsháttanefndar. Nefndin velur sér formann sem eftir það boðar til funda og stýrir þeim. Heimilt er að boða fundi með rafrænum hætti og skal það gert með minnst sólarhrings fyrirvara.

Starfsháttanefnd skal funda minnst tvisvar á ári. Afl atkvæða ræður afgreiðslu mála á fundum nefndarinnar. Formaður starfsháttanefndar sér um að fundargerðir séu skipulega færðar og að allar ályktanir og samþykktir séu rétt og nákvæmlega bókaðar. Fundargerðir starfsháttanefndar skulu sendar stjórn.

Um kostnað við starfsemi starfsháttanefndar

Austurbrú greiðir kostnað við ferðir nefndarmanna vegna funda en stjórn ákveður þóknun þeirra. Breytingar á starfsreglum starfsháttanefndar Breytingar á verklagsreglum þessum skulu gerðar með samþykki meirihluta starfsháttanefndar Austurbrúar ses.

Samþykkt á stjórnarfundi Austurbrúar 13. apríl 2016.