Matur og menning á Austurlandi

Nemendur námsleiðarinnar Beint frá býli fengu að kynnast austfirskri matargerð í skemmtilegri vettvangsferð.

Fyrsti hluti heimsóknarinnar var að skoða aðstöðu hjónanna í Lindarbrekku, þeirra Bergþóru Valgeirsdóttur og Eiðs Gísla Guðmundssonar, en þau stunda hefðbundinn búskap á bænum auk þess sem þau hafa síðustu ár þróað vörur úr hreindýrakjöti, gæsabringum og ærkjöti.  Hópurinn heimsótti búið, fékk að heyra sögu þeirra hjóna, skoða aðstöðuna sem þau hafa byggt sjálf frá grunni og smakka á kræsingum sem þau útbúa sjálf og selja.

Nánari upplýsingar


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]