Matarmót matarauðs Austurlands

Langar þig að fullvinna matvöru?

Ertu fiktari? Brasari ? Ertu að framleiða? Eða finnst þér bara agalega gott að borða góðan mat?

Við ætlum að koma saman og ræða um mat og fullvinnslu á matvöru úr austfirsku hráefni.

Við munum hittast miðvikudaginn 14. febrúar frá klukkan 16 til 18 í húsnæði Austurbrúar að Vonarlandi Egilsstöðum.

Við bjóðum upp á kaffi og meððí!

Vertu með okkur!

Dagskrá

  • Kynning á verkefninu Vatnaskil
  • Kynning á Matarauði Austurlands og Matarmóti 2024
  • Kynning á Matvælasjóði
  • Örerindi tengd fullvinnslu matvöru
  • Umræður um matartengd málefni

Um er að ræða fyrsta fund í fundaröð í verkefninu Vatnaskil en fyrirhuguð málefni eru:

  • Vatnsból, orkuöflun og orkuskipti
  • Börn og jöfn tækifæri til sveita
  • Kornrækt og aukin ræktun
  • Fjármál, úthald og kynslóðaskipti

Nánari upplýsingar


Páll Baldursson

896 6716 // [email protected]


Signý Ormarsdóttir

864 4958 // [email protected]


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]