Móseldalurinn. Mynd tekin af netinu til notkunar með grein um Condor.

Möguleikar fyrir ferðaþyrsta Austfirðinga

 

„Við hefðum ekki náð að stilla þennan hóp saman á þessum tíma hefði ekki verið fyrir þetta beina flug,“ segir Björgvin Rúnar Þorvaldsson sem ætlar að fara í góðum hópi frá Egilsstöðum til Frankfurt í september. Stefnan er tekin á Móseldalinn þar sem hópurinn ætlar að hjóla, skoða sig um og smakka vínin sem héraðið er þekkt fyrir.

Eins og við höfum sagt frá mun þýska flugfélagið Condor hefja beint flug frá Frankfurt sumarið 2023 einu sinni í viku til Egilsstaða og einu sinni í viku til Akureyrar. Munu flugin hefjast í maí 2023 og standa út október. Og það má með sanni segja að beina flugið með Condor opni á ýmis konar spennandi möguleika fyrir ferðaþyrsta Austfirðinga.