Stóriðjuskólinn
Eitt af stærri verkefnum Austurbrúar er Stóriðjuskólinn sem rekinn er í samstarfi við Alcoa Fjarðaál. Námið er samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og ber nafnið Nám í stóriðju. Það skiptist í sex annir, annars vegar þrjár annir í grunnnámi og hins vegar þrjár annir í framhaldsnámi. Námið skiptist í almennar bóklegar greinar, t.d. eðlisfræði, stærðfræði, ensku og tölvur en hins vegar námskeið sem tengjast álframleiðslu beint. Þar má nefna vinnu í kerskála og steypuskála, umhverfis-, heilsu- og öryggismál á vinnustaðnum. Bæði grunn- og framhaldsnámi lýkur með lokaverkefni þar sem nemendur velja sér viðfangsefni tengd starfinu og þá oftar en ekki eitthvað sem þeir vilja betrumbæta.

Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir
Menntastoðir
Menntastoðir er vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi. Námið er fyrir fullorðið fólk, 18 ára og eldri. Þeir sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskyldum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna.
NánarBeint frá býli
Megin áhersla þessarar námsleiðar er að námsmenn fái innsýn í helstu verkferla er snúa að einfaldri matvælaframleiðslu. Námsmenn taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt því að geta framleitt vöruna.
NánarGrunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk
Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, það er í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni námsmanna. Námið er byggt á námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er sniðið að þeim sem eru 18 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki.

Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir