Austurbrú
  • Þekking
    • Námskeið
    • Námsleiðir
    • Rannsóknir
    • Íslenska fyrir útlendinga
    • Fullorðinsfræðsla fatlaðra
  • Þróun
    • Atvinnu- og samfélagsþróun
    • Uppbygging á Seyðisfirði (IS/EN)
    • Líf og heilsa
    • Áfangastaðurinn Austurland
    • Fjármögnun og styrkir
    • Uppbyggingarsjóður Austurlands
    • Markaðssetning
    • Menning
  • Þjónusta
    • Ráðgjöf
    • Náms- og starfsráðgjöf
    • Raunfærnimat
    • Háskólanemendur
    • Fræðsluráðgjöf til atvinnulífsins
    • Samstarfssamningar
    • Fjármögnun og styrkir
  • Austurbrú
    • Starfsfólk
    • Stjórn og skipulag
    • Störf í boði
    • Fyrir fjölmiðla
    • Fundagátt
    • Gagnasafn
    • English
  • SSA
    • Sóknaráætlun Austurlands
    • Sveitarfélög á Austurlandi
    • Starfsfólk og stjórn SSA
    • Fundagátt

Námsleiðir

Við bjóðum upp á nokkrar lengri námsleiðir t.d. fyrir starfsfólk í stóriðju, á leikskólum og í matvælaiðnaði, þá sem vilja koma sér aftur af stað í námi og innflytjendur sem vilja læra um íslenska menningu og samfélag. Námsleiðirnar geta styrkt stöðu þína á vinnumarkaði og veitt þér ný tækifæri í námi.

Stóriðjuskólinn

Eitt af stærri verkefnum Austurbrúar er Stóriðjuskólinn sem rekinn er í samstarfi við Alcoa Fjarðaál. Námið er samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og ber nafnið Nám í stóriðju. Það skiptist í sex annir, annars vegar þrjár annir í grunnnámi og hins vegar þrjár annir í framhaldsnámi. Námið skiptist í almennar bóklegar greinar, t.d. eðlisfræði, stærðfræði, ensku og tölvur en hins vegar námskeið sem tengjast álframleiðslu beint. Þar má nefna vinnu í kerskála og steypuskála, umhverfis-, heilsu- og öryggismál á vinnustaðnum. Bæði grunn- og framhaldsnámi lýkur með lokaverkefni þar sem nemendur velja sér viðfangsefni tengd starfinu og þá oftar en ekki eitthvað sem þeir vilja betrumbæta.

Nánari upplýsingar veitir:


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]

Menntastoðir

Menntastoðir er vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi. Námið er fyrir fullorðið fólk, 18 ára og eldri. Þeir sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskyldum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna.

Nánar

Beint frá býli

Megin áhersla þessarar námsleiðar er að námsmenn fái innsýn í helstu verkferla er snúa að einfaldri matvælaframleiðslu. Námsmenn taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt því að geta framleitt vöruna.

Nánar

Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk

Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, það er í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni námsmanna. Námið er byggt á námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er sniðið að þeim sem eru 18 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki.

Nánari upplýsingar veitir:


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám

Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem vilja hefja eigin rekstur. Markmið námsins er að þátttakandi öðlist hæfni í gerð áætlana í tengslum við sölu-, markaðs- og rekstrarmál, fái góða innsýn í rekstur fyrirtækja og læri að beita ólíkum aðferðum við söluleit og nálgun viðskiptavina.
Nánar
Skrifstofunám
  • facebook
Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39a,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]
Austurbru.is notar vefkökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Sjá notendaskilmála Austurbrúar.