Þann 11. maí sl. fór fram útskrift úr Stóriðjuskóla Austurbrúar og Alcoa. Alls útskrifuðust tuttugu nemendur úr framhaldsnámi í stóriðju, sem er í heild 500 klukkustunda nám. Þetta er ellefta útskriftin úr skólanum en fimm sinnum hefur verið útskrifað úr grunnnámi og sex sinnum úr framhaldsnámi.
Upphaflega átti útskriftin að vera í desember 2020, en vegna Covid 19 þurfti að fresta henni þar til nú. Athygli vekur að í þessum hópi er stærsti hópur kvenna sem útskrifast hefur úr framhaldsnámi í stóriðju, en þær voru 25% af útskriftarnemunum.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn