Námskeið
Við skipuleggjum og miðlum allskyns námskeiðum; stuttum og löngum, almennum og sérsniðnum, fyrir faggreinar, fyrirtæki, stofnanir og aðra hópa. Hjá okkur er góð aðstaða til námskeiðahalds og ýmsir möguleikar í boði. Við höfum hannað rafrænt námsefni fyrir gestgjafa á Austurlandi og á hverju ári höldum við allnokkur íslenskunámskeið fyrir útlendinga í samstarfi við Rannís.
Skoðaðu úrvaliðNámsleiðir
Í samstarfi við ýmsa aðila bjóðum við upp á nokkrar lengri námsleiðir, s.s. fyrir starfsfólk í stóriðju, á leikskólum og í matvælaiðnaði, þá sem vilja koma sér aftur af stað í námi og innflytjendur sem vilja læra um íslenska menningu og samfélag og ýmislegt fleira.
NánarNámsráðgjöf og raunfærnimat
Hjá okkur getur þú fengið ýmis konar aðstoð og þjónustu. Við veitum náms- og starfsráðgjöf og aðstoðum við umsóknir um raunfærnimat. Við bjóðum háskólanemum upp á aðstöðu til að læra og taka próf, hjálp við námstækni og prófkvíða, auk þess sem þeir geta prentað og ljósritað hjá okkur gegn gjaldi.
NánarÞjónusta við háskólanema
Á ári hverju þjónum við nokkur hundruðum háskólanemum í landshlutanum. Hjá okkur geta þeir fengið námsaðstöðu, tekið próf og þá bjóðum við upp á ýmis gagnleg námskeið sérsniðin að þörfum þessa hóps.
NánarÞekking og rannsóknir
Við leggjum áherslu á að rannsóknum á Austurlandi sé sinnt og höfum frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum, bæði stórum og smáum, sem byggja á sérstöðu landshlutans í náttúrufari, atvinnulífi og menningu. Þá lítum við á það sem hlutverk okkar að miðla þekkingu og höfum í gegnum tíðina staðið fyrir ráðstefnum og málþingum um fjölbreytt málefni s.s. innflytjendamál, húsnæðismál, samgöngur svo eitthvað sé nefnt.
NánarUppbygging háskólanáms
Frá og með haustinu 2021 hefur Háskólinn í Reykjavík boðið upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Austurlandi, í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Námið er sveigjanlegt, blanda af hefðbundnu og stafrænu námi, með kennslu og aðstöðu í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.
Nánar