Eins og á fyrsta ári Hvatasjóðsins einkenndust umsóknir af miklum metnaði en alls bárust 36 umsóknir frá 28 aðilum. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni sem varða uppbyggingu atvinnuhúsnæðis enda ljóst að þar er mikið verk framundan. Fjölmargar umsóknir bárust og var ákveðið að veita ríflega 25 af 55 milljónum til sex aðila til að vinna að slíkum verkefnum.

„Það þarf ekki að fjölyrða um að verkefnisstjórninni var vandi á höndum við valið, enda mörg áhugaverð og mikilvæg verkefni sem sótt var um,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður verkefnisstjórnar. „Eins og við fyrstu úthlutunina 2021 var áhersla á að koma til móts við þann atvinnurekstur sem orðið hefði fyrir tjóni en einnig var horft til verkefna sem stuðla að nýsköpun og þróun, aukinni sjálfbærni, sýnileika svæðisins og hafa ríkt samfélagslegt gildi.“

Hvatasjóðurinn er hluti þriggja ára verkefnis sem stjórnvöld, Múlaþing og Austurbrú hafa sett af stað til að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði sem stendur frammi fyrir margþættum vanda í kjölfar hamfaranna í desember 2020.   Frekari upplýsingar um verkefnið eru á síðu Austurbrúar.

Frekari upplýsingar

Urður Gunnarsdóttir

Urður Gunnarsdóttir

864 9974 // [email protected]