Út er komin innviðagreining sem Austurbrú hefur unnið fyrir Fljótsdalshrepp. Greiningin er nokkurs konar stöðumat sem á að gefa góða heildarmynd af því sem Fljótsdalshreppur hefur upp á að bjóða til uppbyggingar og þróunar.
Á síðustu árum hefur Austurbrú unnið innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað (sem nú er hluti Múlaþings) og Fjarðabyggð og nú er röðin komin að Fljótsdalshrepp. Markmiðið með innviðagreiningum er að gefa góða mynd af því sem sveitarfélögin hafa upp á bjóða, í dag og til framíðar, með því að taka saman upplýsingar sem gagnast geta bæði núverandi og mögulegum íbúum, auk fyrirtækja og stofnana sem leita staðsetningar til uppbyggingar og þróunar.
Nánar„Með þessari innviðagreiningu, sem nú hefur litið dagsins ljós, er markmiðið að lesandinn fái yfirlit yfir þjónustu, innviði, náttúru og mannauð sem býr í Fljótsdalshreppi með sérstakri áherslu á atvinnugreinar þar sem rými er fyrir aukna fjárfestingu og nýsköpun. Hún varpar jafnframt ljósi á hversu fjölbreytilegt samfélagið er því þrátt fyrir fámennið eru hér öflugar stofnanir á sviði menningarmála, náttúruverndar og orkuframleiðslu, auk fyrirtækja á sviði jarðverktöku, ferðaþjónustu og úrvinnslu skógarafurða. Þessi innviðagreining sýnir að tækifærin eru næg í Fljótsdal og möguleikarnir byggja á sterkri hefð og sögu um sjálfbærni og sjálfsbjargarviðleitni. Fyrir alla þá sem vilja láta til sín taka í Fljótsdal er slíkt ómetanlegt veganesti,“ er meðal þess sem Helgi Gíslason, sveitarstjóri Fljótsdalshrepps, segir í formála sínum.
Lesa innviðagreiningu FljótsdalshreppsFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn