Stjórn SSA fundaði á Vopnafirði mánudaginn 12. júní sl. Þetta er sjötti fundur stjórnarinnar það sem af er ári og hefur hún nú fundað í öllum sveitarfélögum starfssvæðisins.
Mótttökurnar á Vopnafirði voru sérstaklega höfðinglegar þar sem boðið var upp á íslenskt kaffihlaðborð, m.a. með rjómafylltum pönnukökum og flatbrauð með laxi. Stjórnin hóf heimsóknina á Vopnafirði á því að hitta fulltrúa sveitarstjórnar þar í bæ þar sem farið var yfir það sem efst er á baugi í sveitarfélaginu. Að því loknu fundaði stjórnin. Þetta var síðasti fundur fráfarandi framkvæmdastjóra, Jónu Árnýjar Þórðardóttur, en ásamt henni sat fundinn Dagmar Ýr Stefánsdóttir, nýr framkvæmdastjóri SSA.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn