Dagmar Ýr Stefánsdóttir tók við starfinu af Jónu Árnýju Þórðardóttur sem hafið verið framkvæmdastjóri Austurbrúar frá árinu 2014 en hún starfar nú sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Formleg framkvæmdastjóraskipti fóru fram þann 1. júní sl.

Um leið og starfsfólk Austurbrúar þakkar Jónu Árnýju kærlega fyrir gott og gefandi samstarf býður það Dagmar Ýr velkomna og hlakkar til að fást við komandi verkefni undir hennar stjórn.

 

Mynd: Dagmar Ýr (t.v.) og Jóna Árný.