Afrakstur íbúaþingsins verður nýttur til að ákveða aðgerðir og áherslur í verkefninu „Vatnaskil“, sem snýst um nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf í dreifbýli á Austurlandi með sérstaka áherslu á að skapa tækifæri fyrir ungt fólk. Umræðuefnin eru ekki ákveðin fyrir fram, heldur ákveða þátttakendur málefni sem þau telja mikilvæg.
Við hvetjum fólk á öllum aldri til að taka þátt í viðburðinum sem:
Stjórnandi íbúaþingsins er Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI
Við biðjum áhugasama um að skrá sig hér.
Verkefnið Vatnaskil er samstarf Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Búnaðarsambands Austurlands og Félags ungra bænda á Austurlandi og hlaut fyrr á árinu styrk úr stefnumótandi byggðaáætlun.
Nánar um VatnaskilFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn