Stuðningur við uppbyggingu á Seyðisfirði

Á fundinum var m.a. samþykkt að veita viðbótarstyrk vegna flutnings menningarsögulegra húsa á Seyðisfirði af hættusvæðum. Verður verkefnið styrkt um alls 200 milljónir króna á árunum 2024 og 2025 en fjárhæðin bætist við þær 190 milljónir sem þegar hafa verið veittar til verkefnisins.

Þá var samþykkt að framlengja verkefni um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði sem ráðist var í í kjölfar hamfaranna í desember 2020. Verður verkefnið stutt um 25 milljónir króna sem bætast við þær 215 milljónir sem þegar hafa verið veittar í byggðastyrk.

Ofanflóðavörnum flýtt

Einnig var ákveðið að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir á Norðfirði um eitt ár og þær hefjist 2024 í stað 2025. Auk þess sem framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði hafa gengið hraðar en áætlað var og heimiluð hefur verið 150 milljóna króna aukning til þeirra á þessu ári til að flýta verkefninu.

Þá má geta þess að ríkisstjórnin var einnig viðstödd athöfn við Hótel Hérað á vegum Múlaþings og verkefnisins Römpum upp Ísland. Alls hafa verið gerðir rúmlega 800 rampar á landinu, þar af 46 á Austurlandi.

Mynd efst: Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi ásamt ráðherrum í ríkisstjórn Íslands. Myndir: EÖG. 

 

Sjá frétt um fundinn frá forsætisráðuneytinu