Verkefnið í heild sinni er leitt af stýrihópi  á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Hóparnir ná utan um sjálfbærni og orkuskipti, samkeppnishæfni og verðmætasköpun, rannsóknir og nýsköpun, uppbyggingu áfangastaða, hæfni og gæði, heilsu-, veitinga- og hvataferðaþjónustu og svo menningartengda ferðaþjónustu. Miðað er við að hóparnir hafi víðtækt samráð við ferðaþjónustuna og aðra haghafa og skili fyrstu drögum að aðgerðum fyrir 15. október 2023. Þær tillögur fara í opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda. Haldnir verða opnir umræðu- og kynningarfundir um vinnuna í öllum landshlutum í haust. Hóparnir skila lokatillögum til stýrihóps fyrir 15. desember 2023 sem samræmir aðgerðir í heildstæða aðgerðaáætlun og skilar til ráðherra.

Hafðu áhrif

Stjórnarráðið vill gjarnan fá ábendingar, hugmyndir og tillögur sem tengjast vinnu við ferðamálastefnuna. Óskað er eftir að erindi séu send beint til hvers starfshóps: 

Nánar á vef Stjórnarráðsins