Fulltrúar Eyglóar og Austurbrúar heimsóttu bæjarráð Fjarðabyggðar í gærmorgun. Tilgangurinn var að kynna fyrir ráðinu starfsemi og framtíðarverkefni Eyglóar, ræða samstarfsmöguleika og ýmislegt fleira sem snýr að nýsköpun og eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi.
Heimsóknin var einkar ánægjulegt í alla staði og áhugavert að kynnast enn betur þessu öfluga sveitarfélagi sem Fjarðabyggð. Á Facebook-síðu Eyglóar var skrifað um heimsóknina í gær:
„Fjarðabyggð býr yfir sérstöðu að mörgu leyti, m.a. með stórbrotnum fjörðum, tignarlegum fjöllum og sjávarþorpum sem raðast lágreist meðfram strandlengjunni þar sem ríkir lífleg menning og fjölbreytt mannlíf. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnu- og verðmætasköpunar, ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Bæjarráð var með margar góðar og fjölbreyttar ábendingar um áhugaverð verkefni og möguleg samstarfsverkefni fyrir Eygló. Kærar þakkir fyrir góðar móttökur í Fjarðabyggð.“
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á framfaramálum í landshlutanum að fylgja Eygló á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með verkefninu frá degi til dags!
Þá hvetjum fólk sem hefur áhuga á framfaramálum í landshlutanum að kynna sér verkefnið á heimasíðu Eyglóar.
Á myndinni eru f.v. Stefán Þór Eysteinsson, Eva Mjöll Júlíusdóttir (framkvæmdastjóri Eyglóar), Jóna Árný Þórðardóttir, Dagmar Ýr Stefánsdóttir (framkvæmdastjóri Austurbrúar), Ragnar Sigurðsson og Jón Björn Hákonarson.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn