Í árlegri heimsókn starfsfólks Byggðastofnunar til Stöðvarfjarðar á íbúafund kom berlega í ljós að Stöðfirðingar hafa tekið höndum saman um að nýta verkefnið Brothættar byggðir/Sterkan Stöðvarfjörð til fulls.
Það hefur verið líf og fjör á Stöðvarfirði í sumar og rífandi gangur í ýmsum frumkvæðisverkefnum íbúa sem m.a. hafa verið styrkt af Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Þar má nefna að Kaffibrennslan Kvörn hefur staðið í standsetningu á húsnæði sínu sem er að finna í Sköpunarmiðstöðinni. Fyrirtækið Brauðdagar hefur aukið umsvif sín, m.a. haldið svokallaða smakkdaga ásamt því að sjá um veitingar á Steinasafni Petru, Kaffi Sunnó. Unnið er að rafrænu göngukorti sem á eftir að nýtast íbúum og gestum vel. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir inn á Stöð. Sett hefur verið upp fyrsta skiltið sem segir frá sögu útgerðar á Stöðvarfirði á grjótgarðinn niður við Sköpunarmiðstöðina. Boðið hefur verið upp á jógagöngur og heilsueflandi daga, sá næsti er áformaður 14. september og fleira mætti telja.
Sjá frétt ByggðastofnunarFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn