Haustþing Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) fór fram á Hallormsstað dagana 26.-27. september 2024.
Á þinginu komu saman sveitarstjórnarfulltrúar sveitarfélaganna fjögurra á Austurlandi, bæjar- og sveitarstjórar og starfsfólki fundarins en það var frá Austurbrú.
Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður SSA, setti þingið og flutti ávarp.
Dagmar Ýr Stefánsdóttur, framkvæmdastjóri Austurbrúar, flutti erindi um Austurland í tölfræðilegu tilliti.
Góðir gestir sóttu haustþingið að venju heim. Eftir að formaður SSA, Berglind Harpa Svavarsdóttir, hafði sett þingið og flutt ávarp tók Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, til máls. Auk hennar ávörpuðu haustþingið þau Ingibjörg Isaksen, fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sótti haustþingið svo að kvöldi fimmtudagsins.
Að erindum og fyrirlestrum loknum unnu sveitarstjórnarfulltrúarnir saman í hópum þar sem rætt var um fimm ára aðgerðaáætlun Svæðsskipulags Austurlands en hóparnir störfuðu undir yfirskrift kaflanna fjögurra í skipulaginu; Góð heimkynni, Svæði sóknarfæra, Sterkt samfélag og Ævintýri líkast.
Efnistök voru fjölbreytt að venju en fjallað var m.a. um heilbrigðismál, samgöngur, atvinnumál, fjarskipti, matvælaframleiðslu, menntun, skatta og tekjustofna, ferðaþjónustu og ýmis önnur samfélagsmálefni, s.s. íbúa af erlendum uppruna, íþróttir, tómstundir og menningu.
Hjörleifur Guttormsson, rithöfundur og fyrrum ráðherra og þingmaður, hlaut menningarverðlaun SSA. Verðlaunin eru veitt árlega á haustþingi SSA, einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar. Hjörleifur hefur um árabil ritað bækur og greinar um málefni af ýmsu tagi þótt umhverfismál hafi honum verið sérstaklega hugleikinn. Eftir hann liggja t.a.m. níu árbækur Ferðafélags Íslands um Austurland. Þegar langur listi yfir ritstörf Hjörleifs er skoðaður má sjá að hjarta hans slær fyrir menningu, sögu og náttúru Austurlands. Í tilefningu segir orðrétt: „Með skrifum sínum um austfirsk málefni og náttúru hefur hann opnað augu fólk fyrir sérkennum landshlutans. Þannig hefur hann lagt sitt af mörkum til að fólk kynnist landssvæði og náttúru sem áður voru mörgum óþekkt.“
Heiðursgestur haustþings SSA var að þessu sinni Sigrún Blöndal. Hún var bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði á árunum 2010 til 2018 og var um tíma m.a. forseti bæjarstjórnar. Sigrún sat auk þess í fjölda nefnda og starfshópa á vegum Fljótsdalshéraðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga og SSA en hún var einnig formaður SSA á árunum 2014 til 2018.
Formaður SSA færði Sigrúnu blóm og bestu þakkir fyrir framlag hennar til sveitarstjórnarmála á Austurlandi.
Á haustþinginu var í fyrsta sinn notast við rafrænt kosningakerfi þegar fulltrúar greiddu atkvæði um ályktanir fundarins. Atkvæðarétt á þinginu hafa aðeins kjörnir fulltrúar.
Anna Steinsen frá KVAN hélt skemmtilegt erindi um jákvæð samskipti og kynslóðamun. Í því komu fram ýmsir gagnlegir punktar fyrir sveitarstjórnarfólk á Austurlandi sem er sem betur fer á mjög breiðu aldursbili.
9:30 | Mæting, skráning og morgunkaffi |
10:00 |
Setning haustþings: - Formaður SSA setur dagskrá og fer yfir kjörbréf - Kosning fundarstjóra - Kosning ritara - Ræða Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns SSA |
10:20 | Ávarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra |
10:40 | Ávarp Ingibjargar Isaksen, fyrsta þingmanns Norðausturkjördæmis |
11:00 | Ávarp Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
11:20 | Drög að ályktun Haustþings 2024 lögð fram. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður SSA. |
11:30 | Hádegisverður |
12:30 | Innlegg frá Önnu Steinsen, eiganda og þjálfara hjá KVAN |
12:40 | Tölur Austurlands, innlegg frá Dagmar Ýr Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar |
13:00 | Vinnustofur fyrir fimm ára aðgerðaráætlun Svæðisskipulags Austurlands. |
16:30 | Dagskrá heimamanna |
20:00 | Kvöldverður, afhending menningarverðlauna SSA 2024, heiðursgestur SSA 2024 kynntur og ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra |
9:00 | Kynning frá laganefnd SSA vegna samþykktabreytinga. |
9:45 | Kosning um ályktun Haustþings. |
10:15 | Morgunkaffi |
10:30 | Erindi frá Önnu Steinsen frá KVAN um jákvæð samskipti og kynslóðamun. |
11:30 | Frágangur vinnustofa og kynning niðurstaðna. |
13:00 | Þingslit og hádegisverður |
Sara Elísabet Svansdóttir
Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Urður Gunnarsdóttir
Jón Knútur Ásmundsson
Esther Ösp Gunnarsdóttir
Valdís Vaka Kristjánsdóttir
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Arnar Úlfarsson
Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn