Gervigreind er komin til að vera og hlutverk hennar í okkar daglega lífi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Fræðslu- og ráðgjafafyrirtækið Javelin AI í samstarfi við Austurbrú mun bjóða upp á námskeiðið „ChatGPT frá A til Ö“ í janúar og mars sem mun nýtast öllum sem vilja tileinka sér gervigreind í leik og starfi.
Gervigreind hefur umbreytt mörgum þáttum í daglegu lífi okkar, bæði í vinnu og frítíma. Fyrir mörg okkar er gervigreind hins vegar dularfullur heimur sem er spennandi en líka ógnvekjandi.
Nú gefst almenningi á Austurlandi tækifæri að læra meira um hvernig þessi tækni virkar og hvernig hægt er að nýta hana á hagnýtan hátt. Javelin AI í samstarfi við Austurbrú mun í janúar og mars bjóða upp á námskeið um gervigreind sem haldið verður á Reyðarfirði, Egilsstöðum, Djúpavogi og Vopnafirði í janúar og mars.
Nánari upplýsingar og skráning
Sverrir Heiðar Davíðsson mun kenna á námskeiðinu en hann er höfundur námskeiðsins „Hagnýtar gervigreindarlausnir“ og stofnandi Javelin AI, fræðslu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði gervigreindar. Sverrir er þaulreyndur hugbúnaðarverkfræðingur með M.Sc. í gervigreind og gagnavísindum og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði. Hann hefur kennt þetta námskeið í meira en ár og hefur náð til rúmlega eitt þúsund manns á þeim tíma með fyrirlestrum og námskeiðum.
„Það er gaman að segja frá því að ég hef nokkuð sterk tengsl við Austurland því báðar systur mínar ákváðu að flytja á Reyðarfjörð fyrir nokkrum árum,“ segir Sverrir og er spenntur að heimsækja systur sínar þegar hann kemur austur.
Hann hefur gríðarlegan áhuga á viðfangsefninu og segir gervigreind hafa haft mikil áhrif á líf sitt:
„Já, ég held að það sé óhætt að segja það. Gervigreindin aðstoðaði mig við að stofna fyrirtæki í fyrsta skiptið,“ útskýrir hann. „Ég hef notað hana sem aðstoðarmann, sérfræðing og leiðbeinanda í gegnum allt ferlið. Ég notaði hana og nota enn til að semja, yfirfara og betrumbæta allt frá námskeiðsefni yfir í samninga og auglýsingar.“
Hann segir námskeiðið henta öllum sem hafa áhuga á gervigreind og vilja nota ChatGPT í lífi og starfi. „Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir byrjendur og þau sem vilja læra á öll helstu tólin sem ChatGPT býður upp á frekar en fyrir reynda notendur sem stefna að því að dýpka sérþekkingu sína í tilteknum tæknilegum þáttum,“ segir hann.
Sverrir segir að þessir hópar gætu t.d. notið góðs af námskeiðinu:
Við hjá Austurbrú hvetjum austfirsk fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir að skoða námskeiðin fyrir hönd síns starfsfólks og minnum á að stéttarfélög og starfsmenntasjóðir geta létt undir kostnaði. Fyrir utan það að námskeiðið mun auka skilning nemenda á gervigreind og hvernig hún virkar þá getur þekking af þessu tagi aukið atvinnumöguleika fólks í breyttu vinnuumhverfi, aukið sjálfstraust, opnað dyr að nýjum hugmyndum og reynst hagnýtt verkfæri sem sparar tíma, eykur sköpun og einfaldar ákvarðanatöku.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn