Hellisheiði eystri. Vopnafjörður, samgöngur, vegur, náttúra, landslag. Ljósmynd: Jessica Auer.

Samvinna til sjálfbærrar framtíðar

„Þetta er græna byltingin fyrir Austurland og markmiðið er skýrt: Að vinna saman að sjálfbærari framtíð.“ – Sara Elísabet Svansdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Austurbrú hefur stýrt verkefninu, sem hefur verið í vinnslu frá 2022. Verkefnið er liður í stefnu stjórnvalda um að þróa hringrásarhagkerfi og auka sjálfbærni í meðhöndlun úrgangs.

Vinnan við áætlunina byggir á svæðisskipulagi Austurlands, en einnig á áherslum sem fram komu í ályktunum haustþings SSA og Sóknaráætlun Austurlands 2025-2029. Þar er lögð sérstök áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlinda og nauðsyn þess að bæta úrgangsmeðhöndlun.

„Sveitarfélögin á Austurlandi komu sér saman um að gera sameiginlega áætlun,“ segir Sara Elísabet Svansdóttir, verkefnastjóri áætlunarinnar. „Þetta er stórt verkefni, og það hefur verið unnið í góðri samvinnu. Við höfum stuðst við reynslu annarra landshluta og fengið ráðgjöf frá Stefáni Gíslasyni hjá Environice, sem hefur unnið svipaðar áætlanir fyrir Norðurland og Vestfirði.“

Nánari upplýsingar


Sara Elísabet Svansdóttir

896 8501 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn