Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair auglýsa nú í nítjánda sinn eftir umsóknum um Eyrarrósina, viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni í landsbyggðunum.
Horft er til þess að verkefnið hafi fest sig í sessi, verið starfrækt í yfir þrjú ár og hafi áhrif á menningarlíf á sínu landssvæði. Eyrarrósarhafinn hlýtur 2.500.000 króna peningaverðlaun. Framleitt verður sérstakt myndband um verkefnið og því gefinn kostur á að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2026.
Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar verða nú veitt í þriðja sinn til þriggja nýlegra verkefna sem sýna faglegan metnað bæði í rekstri og listrænni sýn. Hver hvatningarverðlaun eru 750.000 krónur.
Umsóknarfrestur um Eyrarrósina og hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar er til kl. 16:00 mánudaginn 24. mars.
Á síðustu árum hafa fimm Eyrarrósir ratað austur fyrir menningarverkefnin Eistnaflug í Neskaupstað, Bræðsluna á Borgarfirði eystri, LungA á Seyðisfirði, Skaftfell – Myndlistarmiðstöð Austurlands og nú síðast árið 2019 hlaut seyðfirska listahátíðin List í ljósi viðurkenninguna.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn