Í nýja hlutverkinu ætlar hún að leggja áherslu á samþættingu verkefna, meðal annars með tengingu við frumkvöðlaverkefni. Guðrún telur fyrri reynslu geta nýst vel í starfinu og er spennt að takast á við ný verkefni. „Ég sé mikil tækifæri í því að miðla þekkingu minni og reynslu í þessu nýja starfi og vonast til að bæta við áhugaverðri nálgun á þau verkefni sem ég tek þátt í,“ segir hún.

Guðrún er fædd í Vestmannaeyjum, ólst upp á Seyðisfirði en í dag býr hún í Neskaupstað ásamt eiginmanni sínum. Hún á þrjú börn og sex barnabörn og nýtur þess að verja tíma með fjölskyldunni. Áhugamál hennar snúast að miklu leyti um fjölskylduna og útivist. Hún á sumarhús á Siglunesi við Siglufjörð og hefur mikinn áhuga á Jakobsveginum sem hún hyggst ljúka þriðja síðasta hlutanum af á Camino North um páskana.

Við bjóðum Guðrúnu Ásgeirsdóttur velkomna til starfa hjá Austurbrú og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn