Fimm ferðaþjónustuaðilar frá Austurlandi tóku þátt í vinnustofum sem Markaðsstofa Norðurlands og Austurbrú stóðu fyrir í London og Manchester dagana 2. og 3. apríl. Vinnustofurnar eru hluti af samstarfsverkefninu Nature Direct, sem miðar að því að efla markaðssetningu og fjölga ferðamönnum í gegnum beint millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaðaflugvalla.
Rúmlega þrjátíu breskir ferðaþjónustuaðilar tóku þátt og fengu kynningu á vöru og þjónustu sem í boði er á Austurlandi og Norðurlandi, þar á meðal gistingu, baðlöðum, ferðaskrifstofum og farþegaflutningum. Frá Austurlandi tóku þátt fulltrúar frá Vök baths, Blábjörgum, Tanna Travel, 701 Hotels og Óbyggðasetrinu. Megináhersla var lögð á vetrarferðamennsku, en fundirnir skapa einnig tækifæri til að kynna Austurland sem heilsársáfangastað.
„Þetta er mikilvægur vettvangur fyrir Austurland til að kynna sig fyrir breskum ferðaskipuleggjendum,“ segir Urður Gunnarsdóttir hjá Austurbrú. „Við fáum beint samtal við aðila sem selja Íslandsferðir og veltum fyrir sér nýjum flugleiðum. Áherslan var sérstaklega á flug með EasyJet til Akureyrar, en einnig horft til framtíðar með mögulegri flugleið til Egilsstaðaflugvallar.“
Urður Gunnarsdóttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn