Tengiliðir farsældar starfa í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem og í heilsugæslu og eru aðgengilegir öllum börnum og foreldrum. Þeir búa yfir viðeigandi þekkingu og hafa yfirsýn yfir þjónustukerfið. Hlutverk þeirra er að veita aðstoð og stuðning við að nálgast þá þjónustu sem barn og fjölskylda þurfa á að halda. Foreldrar og börn eiga að geta leitað beint til tengiliðar í nærumhverfi sínu og finna má upplýsingar um tengiliði á heimasíðum skóla og heilsugæslu undir flipanum farsæld barna.

Málstjórar, sem starfa hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins, gegna einnig lykilhlutverki. Þeir veita ráðgjöf og upplýsingar, aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns, bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlana og stýra stuðningsteymum.

Starfsdagurinn í Sláturhúsinu skapaði mikilvægan vettvang fyrir þessa lykilaðila til að spegla eigin starfshætti, efla tengsl sín á milli og samræma verklag í þágu farsældar barna í Múlaþingi og á Austurlandi öllu.

Frekari upplýsingar um farsæld barna, tengiliði og málstjóra má finna á farsældbarna.is.

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn