Komdu hugmyndinni í framkvæmd!

Startup landið styður frumkvöðla um land allt. Hraðallinn hentar jafnt einstaklingum, sprotum og starfandi fyrirtækjum sem vilja vaxa og nýta tækifæri. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst.

Startup landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort sem þau eru unnin af einstaklingum, sprotafyrirtækjum eða innan rótgróinna fyrirtækja.

Hvað býður hraðallinn upp á?

• Aðgang að reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum og fjárfestum
• Vinnustofur og fræðslufundi
• Tækifæri til að byggja upp öflugt tengslanet
• Tvær staðbundnar vinnustofur með þátttöku allra teyma
• Mestu leyti rafrænt fyrirkomulag sem hentar þátttakendum um allt land

Hverjir geta sótt um?

Leitast er eftir frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum sem eru komin af hugmyndastigi og vilja þróa verkefnið sitt áfram með stuðningi sérfræðinga og tengslanets.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna hér.

Startup landið er samstarfsverkefni allra landshlutasamtakanna: SSNE, SSNV, Vestfjarðarstofu, Austurbrúar, SASS, SSS og SSV.

Startup landið er sameiginlegur viðskiptahraðall allra landshlutasamtakanna er samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Vestfjarðarstofu, Austurbrúar, SASS, SSS og SSV.

Nánari upplýsingar


Páll Baldursson

896 6716 // [email protected]

Start-Up landið