Áherslur

Markmið samstarfsins er að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur á Austurlandi með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Þá mun farsældarráð vinna að því að styrkja þverfaglegt samstarf og tryggja að farsæld barna sé leiðarljós í stefnumótun og framkvæmd þjónustu í landshlutanum.

Farsældarráð á Austurlandi mun vinna að eftirfarandi áherslum, í samræmi við farsældarlög:

• Samhæfðri og snemmtækri þjónustu við börn og fjölskyldur.
• Fjölgun tækifæra barna til náms, frístunda og samfélagsþátttöku, óháð aðstæðum og bakgrunni.
• Faglegu samstarfi milli þjónustuveitenda ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka.
• Öflugu forvarnarstarfi og stuðningsúrræðum sem stuðla að öryggi, velferð og farsælum þroska barna.
• Virku samráði við börn og foreldra.
• Mótun fjögurra ára aðgerðaáætlunar, sem byggir á svæðisbundnum styrkleikum og áskorunum.

Innan tólf mánaða frá stofnun ráðsins skal mótuð svæðisbundin aðgerðaáætlun til fjögurra ára í þágu farsældar barna á Austurlandi.