Frá 27. október til 2. nóvember verður Dögum myrkurs fagnað á Austurlandi, líkt og undanfarin ár. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árleg byggðahátíð Austurlands þar sem samfélagið kemur saman til að njóta samveru, lista og fjölbreyttra uppákoma.
Skipuleggjendur vonast til víðtækrar þátttöku og hvetja stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga til að leggja sitt af mörkum – hvort sem það er með viðburðum, tilboðum, veitingum eða öðrum skemmtilegum hugmyndum sem lífga upp á fjórðunginn.
Helstu atriði hátíðarinnar:
Dagar myrkurs er hátíð sem byggir á virkri þátttöku allra – íbúa, fyrirtækja og gesta. Með sameiginlegu átaki verður til hátíð sem stuðlar að samveru og gleði.
Nánari upplýsingar:
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir – [email protected]
Valborg Ösp Árnadóttir Warén – [email protected]
Ert þú með viðburð á Dögum myrkurs?
Vertu með og skráðu viðburðinn þinn í skjalið hér fyrir 15. október:
https://forms.gle/NuG73pQhLoShJrRe7
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn