Eins og undanfarin ár var efnt til ljósmyndakeppni í tengslum við Daga myrkurs sem fóru fram 27. október til 2. nóvember og að þessu sinni bar Breiðdælingurinn Elva Bára Indriðadóttir sigur úr býtum. Sigurmynd Elvu Báru var tekin á Breiðdalsvík, þar sem börn voru í nammileit með vasaljós og myrkrið skapaði ljómandi senu.
Við óskum Elvu Báru hjartanlega til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt í keppninni.
Hátíðin í ár var með stærsta móti; fjöldi viðburða fóru fram um nær allan fjórðunginn og er það skemmtilegur vitnisburður um hvað Dagar myrkurs eru orðnir sjálfsprottnir og sjálfsagðir í samfélaginu!
Dagar myrkurs er byggðahátíð alls samfélagsins á Austurlandi sem hvetur til samveru íbúa. Hátíðin tengist íslenskum og keltneskum siðum frá fyrri tíð og er haldin árlega í kringum mánaðamótin október/nóvember.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn