Fræðslustjóri að láni - námskeið - fræðsla

Aðgengileg fræðsla fyrir alla

Með gjaldfrjálsri fræðsluþarfagreiningu og ríflegum endurgreiðslum úr starfsmenntasjóðum geta bæði stór og smá fyrirtæki ráðist í metnaðarfulla fræðslu án mikillar fjárhagslegrar áhættu.

Bobba bendir á að kostnaðarþátturinn sé oft minni hindrun en margir halda. Fræðsluþarfagreiningin sjálf er fyrirtækjum að kostnaðarlausu, að því gefnu að þau uppfylli skilyrði starfsmenntasjóða. Fyrirtæki leggja út fyrir námskeiðskostnaði en geta síðan fengið endurgreitt stóran hluta hans, oft á bilinu 70–90 prósent. Austurbrú getur aðstoðað við styrkumsóknir og aðra umsýslu í kringum ferlið.

Reynslan af verkefninu hefur verið mjög jákvæð. Sem dæmi nefnir Bobba samstarf við Síldarvinnsluna, þar sem fræðsluáætlanir voru sniðnar bæði að sjómönnum og starfsfólki í landi. Þar varð til fjölbreytt fræðsla sem spannaði allt frá öryggis- og heilbrigðismálum til stjórnendafræðslu og hagnýtra námskeiða sem ekki tengdust starfinu beint, en styrktu einstaklingana og teymið í heild.

„Við sjáum að fyrirtæki meta það mikils að fá aðhald, yfirsýn og að einhver haldi utan um ferlið frá upphafi til enda,“ segir Bobba. Hún bætir við að Austurbrú búi yfir víðtækri reynslu í vali á fræðsluaðilum og skipulagningu sem létti verulega álagi af stjórnendum.

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn