Nú er vorönn hafin í skólum landsins og öllum prófum haustannar lokið. Próftaka hjá Austurbrú á haustönn gekk vel með góðu skipulagi og samstarfi. Alls voru tekin 425 próf á önninni, þar af 386 háskólapróf, sem 134 háskólanemar á Austurlandi tóku. Auk háskólaprófa fóru fram ríkisborgarapróf, próf á framhaldsskólastigi og próf fyrir Veiðimálastjórn.
Umfang og fjölbreytni próftökunnar endurspeglar hlutverk Austurbrúar í að tryggja aðgengilega og áreiðanlega próftökuþjónustu á landsbyggðinni sem er mikilvægur þáttur í jöfnun tækifæra til náms, óháð búsetu. Alla jafna er nemendum boðið upp á að þreyta próf á sex stöðum á Austurlandi; á Vopnafirði, Borgarfirði eystri, Egilsstöðum, í Neskaupstað, á Reyðarfirði og Djúpavogi.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn