Stöðvarfjörður

Hugmyndir sem styrkja Stöðvarfjörð

Síðasta úthlutun Frumkvæðissjóðs Sterks Stöðvarfjarðar stendur yfir. Nú er tækifærið að sækja um.

Ekki hika - Sæktu um!

„Ein stærsta hindrunin sem fólk í litlum samfélögum mætir þegar það vill koma hugmynd í framkvæmd er aðgangur að fjármagni,“ segir Valborg, „þar hefur frumkvæðissjóðurinn reynst mikilvægt fyrsta skref. Í mörgum tilvikum hafa styrkirnir orðið til þess að verkefni ná fótfestu sem gerir umsækjendum kleift að sækja um í stærri sjóði eða í aðra fjármögnun.“

Hún hvetur fólk sem er með hugmynd í maganum til að láta ekki efasemdir halda sér aftur. „Verkefni þurfa ekki að vera stór í sniðum til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Oft þarf bara samtal til að skerpa hugmyndina og átta sig á næstu skrefum.“

Sem fyrr segir er opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Sterks Stöðvarfjarðar í síðasta sinn. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar. Nánari upplýsingar, umsóknareyðublöð og leiðbeiningar má finna á vef Austurbrúar. Verkefnastjóri býður jafnframt upp á ráðgjöf og viðtalstíma fyrir umsækjendur.

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn