Gæði í upplýsingagjöf er rafrænt námskeið sem hentar þeim sem eiga í beinum samskiptum við ferðamenn á Austurlandi, t.d. á gisti- og veitingastöðum, sundlaugum, verslunum og sjoppum. Það hentar nýliðum sérstaklega vel en getur líka eflt reyndara starfsfólk í starfi.
Það er afar þýðingarmikið fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að framlínustarfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi sitt sem upplýsingagjafa. Tilgangur þessa námskeiðs er að auka gæðavitund í upplýsingagjöf til ferðamanna og nemendum verður kennt að bera virðingu fyrir vandaðri og traustri upplýsingagjöf.
Námskeiðið er hægt að taka eitt og sér en er einnig mjög góð viðbót við rafrænu námskeiðin Austurland og Móttaka gesta sem jafnframt er hægt að taka hjá Austurbrú.
The Course „Information Quality“ is also available in English.
Rafrænu námskeið Austurbrúar eru gjaldfrjáls. Eftir skráningu fá þátttakendur sendan hlekk á námskeiðið sem er virkur í 30 daga.