Þróun samfélags
Verkefninu var hrint af stað árið 2019 og var tilgangur þess að efla og styrkja samfélagið í Fljótsdal með virkri þátttöku og samtali einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem tengjast dalnum. Stýrihópur var skipaður utan um verkefnið sem kallast samfélagsnefnd og í henni sátu tveir fulltrúar íbúa, tveir fulltrúar úr sveitarstjórn og einn frá Austurbrú. Nefndin hafði yfirumsjón með verkefninu en haustið 2019 var Ásdís Helga Bjarnadóttir ráðin sem verkefnastjóri í gegnum sérstakan samning Fljótsdalshrepps við Austurbrú.
Stefnumótun og skipulag
Framtíðarsýn verkefnisins voru sett fram í fjórum meginmarkmiðum:
● Skapandi og samheldinn mannauður
● Sjálfbær landbúnaður og nýting náttúruauðlinda
● Góð búsetuskilyrði og öflugir innviðir
● Einstök náttúra og saga
Samfélagssjóður Fljótsdals
Fjölmörg metnaðarfull verkefni urðu til sem þjónuðu þessum markmiðum. Eitt þeirra var Samfélagssjóður Fljótsdals sem var eitt stærsta áhersluverkefni ársins 2020 og er enn til þótt verkefninu sé lokið. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal. Fyrsta úthlutun fór fram í júní 2020 en síðast var úthlutað 10. mars 2022.
Nánari upplýsingarStaðarvalsúttekt fyrir byggðakjarna
Annað verkefni sem vakti athygli voru hugmyndir um mótun byggðakjarna í dalnum. Hugmyndir að byggðaskipulagi á þremur mismunandi stöðum voru birtar.
Byggðakjarni í Fljótsdal - tillögurÁrangur
Á meðan verkefninu stóð voru haldnir íbúafundir reglulega þar sem farið var yfir áhersluverkefnin framundan og árangur. Við höfum tekið saman upplýsingar m.a. um fjölgun íbúa, starfa og fyrirtækja í dalnum á meðan verkefninu stóð. Hér að neðan má líka sjá ársskýrslur og fleiri gögn sem varpa enn frekara ljósi á verkefnið og framgang þess.
Samantekt 2019-2022