Áætluninni fylgir aðgerðaáætlun, en verkefni hennar eru vörður okkar við að þróa áfram Austurland sem gæðaáfangastað sem glæðir landshlutann lífi árið um kring. Fjölmargir aðilar koma að framkvæmd verkefnanna auk Austurbrúar, s.s. sveitarfélög landshlutans, ferðaþjónustuaðilar og önnur fyrirtæki, Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Vegagerðin.
Núverandi áfangastaðaáætlun gildir út árið 2025.
Áfangastaðaáætlun Austurlands 2022-2025Áhersluverkefni
Helstu leiðarljós áfangastaðavinnunnar eru að styrkja vörumerkið Austurland* í hugum ferðamanna sem spennandi áfangastað en ekki síður í hugum núverandi og tilvonandi íbúa sem spennandi heimahagar.
Áhersluverkefni núgildandi áfangastaðaáætlunar eru:
- Efling ferðaþjónustu utan háannar (október-maí)
- Uppbygging minna þekktra viðkomu- og áfangastaða nálægt okkar helstu ferðamannaseglum
- Vöruþróun í tengslum við beint flug á Egilsstaðaflugvöll
Útivist, menning og matur eru, ásamt náttúrunni, okkar helsta aðdráttarafl og eru órjúfanlegir þættir í að koma landshlutanum á framfæri við ferðamenn, ekki síður að vetri til en sumri.
Ertu með hugmynd?
Ert þú að þróa hugmynd tengda ferðaþjónustu, mat eða annarri atvinnuuppbyggingu?
Starfsfólk Austurbrúar veitir fólki, fyrirtækjum og sveitarfélögum aðstoð og ráðgjöf við að þróa hugmyndir áfram í átt að fullbúinni vöru, þjónustu eða upplifun. Í því felst t.d. ráðgjöf við umsóknir í sjóði, bæði staðbundna og á landsvísu.