Hvað gerir áfangastaðastofa?
Áfangastaðastofur eru svæðisbundnar þjónustueiningar á vegum opinberra og einkaaðila sem hafa það hlutverk að styðja við ferðaþjónustu hvers landshluta og tryggja að hún þróist sem sjálfbær atvinnugrein og í samræmi við vilja heimafólks. Á meðal verkefna áfangastaðastofunnar eru:
- Gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlunar fyrir Austurland.
- Aðkoma að stefnumótun og áætlanagerð á landsvísu í samstarfi við aðrar opinberar stofnanir.
- Þarfagreining rannsókna og mælinga á landsvísu.
- Vöruþróun og nýsköpun.
- Mat á fræðsluþörf og aðkoma að þróunarverkefnum er varða hæfni og gæði í ferðaþjónustu.
- Svæðisbundin markaðssetning (innanlands og erlendis).
- Liðsinni við sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga innan svæðis.
Við kynningu og markaðssetningu á landshlutanum til ferðamanna og ferðaþjóna notum við heitið Áfangastaðurinn Austurland á íslensku og Visit Austurland á ensku.
Hvað er áfangastaðaáætlun?
Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing landshlutans um hvert og hvernig stefna eigi að uppbyggingu, þróun og markaðssetningu hans, sérstaklega í tengslum við ferðaþjónustu, með þarfir heimafólks, gesta, fyrirtækja og umhverfis ávallt í fyrirrúmi.
NánarMarkaðssetning
Innan Austurbrúar er unnið að kynningu og markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar og til búsetu. Markaðssetningin er unnin samkvæmt áfangastaðaáætlun landshlutans og felur m.a. í sér utanumhald á ferðavefnum Visit Austurland, samfélagsmiðlun, skipulagningu ferðasýninga og vinnustofa, samstarf um blaðamannaferðir og útgáfu markaðsefnis.
NánarSamstarf
Með því að verða aðili að Austurlandi* hjá Austurbrú verður þú hluti af samstarfsneti okkar og samstarfsvettvangi. Ásamt því að fá aðgang að myndabanka, verkfærakistu, vinnustofum, ferðasýningum, fundum, ráðgjöf og fleiru.
NánarEfling Egilsstaðaflugvallar
Verkefnið snýst um að opna aðra gátt fyrir millilandaflug inn í landið á Egilsstaðaflugvelli. Markmiðin eru þau að vinna að áframhaldandi greiningar- og undirbúningsvinnu, mynda tengslanet við ferða- og flugrekstraraðila – innlenda sem og erlenda, markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar og efla samstarf við áhugasama ferða- og flugrekstraraðila. Verkefnið hefur verið eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar Austurlands.
Matarauður Austurlands
Verkefnið Matarauður Austurlands er unnið í nánu samstarfi við Matarauð Íslands og Hið íslenska eldhús, en þau verkefni eru á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Markmið Matarauðs Austurlands er að marka sérstöðu austfirskra framleiðenda og veitingaaðila, styrkja við ferðaþjónustu á Austurlandi, vinna með staðbundin hráefni þar sem áhersla er lögð á hreinleika, ferskleika og einfaldleika. Einnig verður unnið með árstíðabundin hráefni, hollustu og virðingu fyrir hráefninu.
Nánar