Á skólaárinu 2023-2024 voru alls þreytt 812 próf af 385 nemendum en það er aukning um 14% frá skólaárinu á undan; á haustönn voru lögð fyrir 393 próf og 419 próf á vorönn. Ekki hafa verið tekin jafn mörg próf hjá Austurbrú síðan 2014. Á haustönn voru 393 próf haldin og 419 próf á vorönn. Að sama skapi var 9% aukning frá skólaárinu á undan í fjölda nemenda sem tóku prófin sín hjá Austurbrú en ekki hafa jafn margir verið skráðir til prófs á starfstöðvum Austurbrúar áður og því um metár að ræða.
Prófaumsýsla hefur verið umfangsmikil í starfi Austurbrúar síðustu árin. Próftökum þarf að sinna eftir formlegu verklagi um meðhöndlun prófa, skönnun og sendingu prófúrlausna, meðferð persónugreinanlegra gagna og fleira.
Prófstaðir Austurbrúar eru sjö á Austurlandi: Borgarfjörður eystri, Djúpivogur, Egilsstaðir, Neskaupstaður, Reyðarfjörður, Seyðisfjörður og Vopnafjörður. Próftakar eru flestir háskólanemendur en á skólaárinu 2023-2024 sá Austurbrú einnig um fyrirlögn prófa fyrir Umhverfisstofnun í veiði- og skotvopnaprófum og vinnuvélaprófum. Þá hafa framhaldsskólanemendur tekið próf á þeim starfsstöðvum Austurbrúar þar sem ekki er framhaldsskóli. Austurbrú sér einnig um að leggja fyrir búsetuleyfispróf í íslensku fyrir útlendinga í samstarfi við símenntunarstöðina Mími. Þá fer fyrirlögn ríkisborgaraprófa á Austurlandi fram á hverju vori á Vonarlandi á Egilsstöðum og hefur Austurbrú séð um þau í samvinnu við Mími og Menntamálastofnun.
Á skólaárinu 2023-2024 voru alls þreytt 812 próf af 385 nemendum en það er aukning um 14% frá skólaárinu á undan; á haustönn voru lögð fyrir 393 próf og 419 próf á vorönn. Ekki hafa verið tekin jafn mörg próf hjá Austurbrú síðan 2014. Að sama skapi var 9% aukning frá skólaárinu á undan í fjölda nemenda sem tóku prófin sín hjá Austurbrú en ekki hafa jafn margir verið skráðir til prófs á starfstöðvum Austurbrúar áður og því um metár að ræða.
Flest prófin á skólaárinu 2023 til 2024 voru tekin á starfstöðinni á Reyðarfirði eða um fjórðungur allra prófa (sjá mynd 1 hér að neðan).
Það eru ekki bara háskólanemendur sem leita til Austurbrúar með próftöku þótt svo að þeir séu vissulega í miklum meirihluta. Hlutfall háskólanema sem tóku próf á haustönn 2023 var 71% en 67% á vorönn 2024. Flest próf sem tekin voru á starfstöðum Austurbrúar eru frá Háskólanum á Akureyri eða tæplega helmingur. Að sama skapi er fjöldi próftaka sem koma frá þeim sama skóla í kringum fjórðungur af heildarfjölda nemenda sem taka prófin sín hjá Austurbrú (sjá mynd 2 hér að neðan).
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn