Ársfundur Austurbrúar fór fram í blíðskaparveðri á Eiðum í dag, föstudaginn 9. maí.
Fyrir fundinum lágu hefðbundin aðalfundarstörf, s.s. afgreiðsla ársreikninga, kynning fjárhagsáætlunar og skýrsla stjórnar.
Skipað var í starfsháttanefnd á fundinnum. Nýja starfsháttanefnd skipa:
Fagráð: Ferðaþjónusta: Díana Mjöll Sveinsdóttir formaður
Atvinna og nýsköpun: Sindri Sigurðsson, varaformaður
Fræðslumál, háskóli og rannsóknir: Kristján Ketill Stefánsson
Vinnumarkaður: Hjördís Þóra Sigursteinsdóttir
Menning: Hlín Pétursdóttir Behrens
Formaður og varaformaður starfsháttanefndar eiga einnig sæti í stjórn Austurbrúar.
Á fundinum var fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar og núverandi bæjarstjóri Múlaþings, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, voru færð blóm og bestu þakkir fyrir vel unnin störf hjá Austurbrú.
Gott yfirlit yfir fjölbreytta starfsemi Austurbrúar ár árinu 2024 má finna í nýtútkomnu ársriti stofnunarinnar.
Fundargerð fundarins verður birt á þessum vef næstkomandi mánudag.
Fundargögn fundarins, s.s. ársreikning, nefndartillögur, má finna hér að neðan.
Fundargögn ársfundar
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn