BOCOD er þriggja ára verkefni, styrkt af Interreg Northern Periphery and Arctic (NPA) áætluninni. Markmið verkefnisins er að efla nýsköpun, sjálfbærni og rekstrarhæfni fyrirtækja í dreifbýli með áherslu á stafræna þróun og undirbúning eigendaskipta. Með því að bregðast við áskorunum eins og fólksfækkun og öldrun íbúa, leitast verkefnið við að tryggja áframhaldandi atvinnu og þjónustu í jaðarbyggðum.

Austurbrú nýtir í verkefninu sérþekkingu sína á sviði byggða- og atvinnuþróunar en hún mun sinna fjölþættum hlutverkum:

  • Þróar og innleiðir þjálfunaráætlanir til að efla stafræna hæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Austurlandi.
  • Styður eigendaskipti og arftakaáætlanir með það að markmiði að tryggja rekstrarframvindu fyrirtækja í dreifbýli.
  • Kortleggur stuðningsúrræði og helstu áskoranir sem fyrirtæki á svæðinu standa frammi fyrir.
  • Miðlar niðurstöðum verkefnisins til hagsmunaaðila og styður innleiðingu á bestu starfsháttum í stafrænum umbreytingum og kynslóðaskiptum.

Verkefnið felur einnig í sér þróun nýrra verkfæra og ferla sem miða að því að aðstoða fyrirtæki við kynslóðaskipti og tæknivæðingu eigenda til dæmis með því að nýta gervigreind í markaðssetningu og verkefnaöflun.

BOCOD stendur yfir frá 2025 til 2028 og er samstarfsverkefni Hincks Centre for Entrepreneurship Excellence við Munster Technological University á Írlandi, Lapland University of Applied Sciences, Business Joensuu Ltd, University of Oulu, Austurbrúar og Vestfjarðarstofu. Meðal samstarfsaðila eru einnig Galway Rural Development á Írlandi og Federation of Finnish Enterprises í Norður-Karólíu, Finnlandi.

Nánari upplýsingar


Páll Baldursson

896 6716 // [email protected]


Valborg Ösp Árnadóttir Warén

869 4740 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn