Líf og heilsa - hópmynd

„Almenn skynsemi og engar öfgar"

Markmið námsleiðarinnar er að auka þekkingu þátttakenda á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda.

Síðasta vetur var námsleiðin fjarkennd til að ná til sem flestra á Austurlandi og gast það fyrirkomulag vel. Því verður Líf og heilsa í boði í fjarnámi áfram nú í vetur. Námið hefst 15. september og lýkur í maí. Kennsla fer fram átta daga á tímabilinu, 2 klst í senn, í gegnum Zoom. Auk þess fara fram einstaklingsviðtöl, stuðningsfundir og nemendur hafa stuðning hver af öðrum í gegnum lokaðan Facebook-hóp.

 

Skráðu þig til þátttöku í Lífi og heilsu!
Skráning

Nemendur síðasta veturs voru mjög ánægðir með námskeiðið og höfðu m.a. þetta að segja:

„Það var gott að láta minna sig á almenna skynsemi og engar öfgar. Gott að hafa þetta yfir langan tíma.“

„Námskeiðið veitir gott aðhald og fær mann til að hugsa og endurskoða hlutina, hvort sem það er hreyfing, svefn eða næring.“

„Á námskeiðinu fékk ég aðhald, stuðning og hvatningu í daglegu lífi. Allt var jarðbundið og studdi við hvernig má koma inn góðri rútínu án mikillar þvingunar, þ.e. bæta inn bættum lífsháttum í mat, hreyfingu og svefni án þess að fara út í öfgar.“

„Frábært námskeið. Ég mæli mjög mikið með!“

Frekari upplýsingar


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]