Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Námið er ætlað fólki sem vill bæta eigin heilsu og lífsstíl. Námsþættir eru eftirfarandi: Markmiðasetning og venjur, andlegir þættir og áskoranir, fjölbreytt hreyfing og hollt mataræði. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða eftirfylgni. Námskeiðið verður kennt í fjarnámi í tveimur lotum.
Námskeiðið hefst í september 2021 og lýkur í lok maí 2022.
Uppbygging: Kennsla í gegnum teams í tveimur lotum. Sú fyrra byrjar í september og sú síðari í janúar. Fjöldi kennslustunda 18, einstaklingsbundin eftirfylgni er á milli lota.
Verð 23.000 kr.
Umsóknarfrestur til 23. ágúst 2021.
*Áætlun um yfirferð, birt með fyrirvara um breytingar
Hrönn Grímsdóttir