Gervigreind hefur umbreytt mörgum þáttum í daglegu lífi okkar, bæði í vinnu og frítíma. Fyrir mörg okkar er gervigreind hins vegar dularfullur heimur sem er spennandi en líka ógnvekjandi.

Nú gefst almenningi á Austurlandi tækifæri að læra meira um hvernig þessi tækni virkar og hvernig hægt er að nýta hana á hagnýtan hátt. Javelin AI í samstarfi við Austurbrú mun í janúar og mars bjóða upp á námskeið um gervigreind sem haldið verður á Reyðarfirði, Egilsstöðum, Djúpavogi og Vopnafirði í janúar og mars.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Gríðarlega vinsæl námskeið

Sverrir Heiðar Davíðsson mun kenna á námskeiðinu en hann er höfundur námskeiðsins „Hagnýtar gervigreindarlausnir“ og stofnandi Javelin AI, fræðslu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði gervigreindar. Sverrir er þaulreyndur hugbúnaðarverkfræðingur með M.Sc. í gervigreind og gagnavísindum og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði. Hann hefur kennt þetta námskeið í meira en ár og hefur náð til rúmlega eitt þúsund manns á þeim tíma með fyrirlestrum og námskeiðum.

Hann segir námskeiðið henta öllum sem hafa áhuga á gervigreind og vilja nota ChatGPT í lífi og starfi. „Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir byrjendur og þau sem vilja læra á öll helstu tólin sem ChatGPT býður upp á frekar en fyrir reynda notendur sem stefna að því að dýpka sérþekkingu sína í tilteknum tæknilegum þáttum,“ segir hann.

Sverrir segir að þessir hópar gætu t.d. notið góðs af námskeiðinu:

  • Stjórnendur, leiðtogar og verkefnastjórar geta lært að nýta ChatGPT til að bæta stefnumótun, skipulag, skilvirkni og teymisvinnu. Með gervigreind geta þeir einfaldað ferla og leyst flókin verkefni hraðar.
  • Kennarar, þjálfarar og námsráðgjafar geta notað ChatGPT við kennslu, þjálfun og einstaklingsmiðaða þjónustu við gerð verkefna, áætlana og endurgjafar.
  • Námsmenn og aðrir áhugasamir einstaklingar geta nýtt ChatGPT sem hjálparhellu í námi og til að flýta fyrir þekkingaröflun á hvaða sviði sem er.
  • Fólk sem vinnur með ýmis skjöl og umsóknir getur notað ChatGPT til að auka skilvirkni og við vinnu við skýrsluskrif og við gerð samninga og útboðsgagna.

Nánari upplýsingar


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]